— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þeir bera sig fagmannlega að unglingarnir í Hagaskóla í gervum sínum í söngleiknum Konungi ljónanna sem sýndur var fyrir fullu húsi í gærkvöldi. Um hundrað krakkar í 8., 9. og 10. bekk skólans taka þátt í söngleiknum.

Þeir bera sig fagmannlega að unglingarnir í Hagaskóla í gervum sínum í söngleiknum Konungi ljónanna sem sýndur var fyrir fullu húsi í gærkvöldi. Um hundrað krakkar í 8., 9. og 10. bekk skólans taka þátt í söngleiknum. Eru þar í hópi leikarar og krakkar sem sjá um sviðsmynd, förðun, búninga og annað.

Til stóð að krakkarnir í skólanum settu upp átta sýningar en ákveðið var að bæta tveimur við vegna mikillar eftirspurnar. Salurinn tekur 165 í sæti og er selt í stæði vegna eftirspurnar. Leikstjóri verksins er Sigríður Birna Valsdóttir.