Vestmannaeyjaferjan Herjólfur þurfti frá að hverfa þegar hún var á leið til Landeyjahafnar í gær vegna hratt vaxandi ölduhæðar í höfninni. Snúa þurfti ferjunni við til Vestmannaeyja en ölduhæðin nam um þremur metrum og gekk á með vindhviðum upp á 25...

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur þurfti frá að hverfa þegar hún var á leið til Landeyjahafnar í gær vegna hratt vaxandi ölduhæðar í höfninni.

Snúa þurfti ferjunni við til Vestmannaeyja en ölduhæðin nam um þremur metrum og gekk á með vindhviðum upp á 25 m/s. Síðasta ferð dagsins var jafnframt felld niður.

Útlitið fyrir daginn í dag var þó ágætt en farþegar voru beðnir að fylgjast með fréttum á heimasíðu Herjólfs.

Landeyjahöfn var opnuð í fyrradag eftir að hafa verið lokuð í tæplega fjóra mánuði.