Saga Evróvisjónkeppninnar verður rakin í tali og tónum, allt frá árinu 1956 til dagsins í dag, á tónleikasýningu sem Friðrik Ómar, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk ásamt Eurobandinu standa fyrir um allt land í apríl og maí.
Saga Evróvisjónkeppninnar verður rakin í tali og tónum, allt frá árinu 1956 til dagsins í dag, á tónleikasýningu sem Friðrik Ómar, Selma Björnsdóttir og Regína Ósk ásamt Eurobandinu standa fyrir um allt land í apríl og maí. Saga keppninnar spannar nær sex áratugi og skipta lögin þúsundum, en á sýningunni verða fluttar helstu perlur sem flestum eru ofarlega í huga. Miðasala hefst á morgun á midi.is. Sú fyrsta af ellefu sýningum verður í Hofi föstudaginn 19. apríl, en rúmum tveimur vikum seinna, þ.e. 4. maí, er komið að Eldborgarsal Hörpu.