Elfar fæddist á Patreksfirði 21.3. 1939 og ólst þar upp til átta ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann lærði prentverk hjá Félagsprentsmiðjunni og lauk sveinsprófi í prentiðn 1960.

Elfar fæddist á Patreksfirði 21.3. 1939 og ólst þar upp til átta ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann lærði prentverk hjá Félagsprentsmiðjunni og lauk sveinsprófi í prentiðn 1960.

Elfar var sölustjóri hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum 1965-72, starfaði hjá Landsvirkjun 1972-74 og var kaupmaður í Hafnarfirði 1974-2000 en hóf þá störf hjá Olís og starfaði þar fram að andláti sínu.

Elfars var þekktur tónlistarmaður um langt árabil. Hann var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Plútó & Stefán, (síðar lengst af Lúdó sextett og Stefán) og lengi hljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar en hann lék með Lúdó frá 1959 og til dánardags, eða í rúma hálfa öld.

En hann kom víða við á löngum ferli og spilaði því með flestum þekktustu danshljómlistarmönnum þjóðarinnar sem voru honum samtíða.

Eftirlifandi eiginkona Elfars er Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, lengst af kaupmaður og eignuðust þau tvö börn.

Elfar sat í stjórn sjálfstæðisfélagsins Fram í Hafnarfirði, sat í stjórn Félags íslenskra hljómlistarmanna, var formaður Kaupmannafélags Hafnarfjarðar og var forseti Kiwanisklúbbsins Eldborgar í Hafnarfirði. Auk þess var hann virkur í starfi Á-listans á Álftanesi.

Foreldrar Elfars voru Sigurður Jóhannsson, bílstjóri á Patreksfirði, og Bergljót Sturludóttir húsfreyja. Foreldrar Sigurðar voru Jóhann Bjarnason, trésmiður á Patreksfirði og síðar í Reykjavík, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir húsmóðir. Foreldrar Bergljótar voru Sturla Hólm Kristófersson, b. á Tungumúla á Barðaströnd og í Otradal í Arnarfirði og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Ólafía Kristín Sigurðardóttir. Sturla var bróðir Eiríks skipherra og Hákonar, alþm. í Haga. Sturla er sonur Kristófers, b. á Brekkuvelli Sturlusonar, af Kolsvíkurætt.

Elfar lést á Landspítalanum þann 18.2. 2011.