Listfræðingur Miwon Kwon fjallar um umhverfislist og list í almannarými.
Listfræðingur Miwon Kwon fjallar um umhverfislist og list í almannarými.
Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu í kvöld, fimmtudag, og hefst hann kl. 20.

Sýningarstjórinn og listfræðingurinn Miwon Kwon heldur fyrirlestur í Hafnarhúsinu í kvöld, fimmtudag, og hefst hann kl. 20.

Miwon Kwon flytur erindi um sýninguna „Ends of the Earth:

Land Art to 1974“ sem hún stýrði í samvinnu við Philipp Kaiser í Samtímalistasafninu í Los Angeles árið 2012. Á sýningunni voru rúmlega 200 verk eftir yfir áttatíu alþjóðlega listamenn en þar kom fram saga umhverfislistar í alþjóðlegu samhengi. Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson voru meðal sýnenda.