— Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fullkanna á hvort snjóframleiðsla í Bláfjöllum sé raunhæf bæði umhverfislega- og fjárhagslega. Vinna á sérstakt áhættumat vegna vatnsverndar sem tekur mið af hugmyndum um snjóframleiðslu annars vegar og aukið aðgengi að Þríhnúkagíg hins vegar.

Fullkanna á hvort snjóframleiðsla í Bláfjöllum sé raunhæf bæði umhverfislega- og fjárhagslega. Vinna á sérstakt áhættumat vegna vatnsverndar sem tekur mið af hugmyndum um snjóframleiðslu annars vegar og aukið aðgengi að Þríhnúkagíg hins vegar.

Þetta kemur fram í samþykkt stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá því fyrr í mánuðinum.

Niðurstaða áhættumatsins verður forsenda ákvörðunartöku um hugmyndir að snjóframleiðslu og framtíðarrekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum.

Þá verður gerð rekstrarúttekt þar sem draga á fram kostnað og sóknarfæri miðað við eitt öflugt skíðasvæði í Bláfjöllum, með snjóframleiðslu, í samanburði við óbreytt ástand og horfur. Einnig skal skoðuð sviðsmynd þar sem miðað er við að rekstur verði einnig í Skálafelli.