Hagnaður af starfsemi Framtakssjóðs Íslands á þriðja starfsári hans, 2012, nam rúmum 6,1 milljarði króna. Þetta er mun meira en árið 2011 en þá nam hagnaður rúmum 2,3 milljörðum. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 29,6 milljörðum kr.

Hagnaður af starfsemi Framtakssjóðs Íslands á þriðja starfsári hans, 2012, nam rúmum 6,1 milljarði króna. Þetta er mun meira en árið 2011 en þá nam hagnaður rúmum 2,3 milljörðum. Heildareignir sjóðsins í árslok námu 29,6 milljörðum kr., um milljarði meira en á sama tíma 2011.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Meðal þeirra breytinga sem urðu á eignasafni voru þær að Plastprent var selt og sömuleiðis 7% hlutur í Icelandair og 60% hlutur í Vodafone samhliða skráningu félagsins í Kauphöll Íslands. Eftir þessi viðskipti á Framtakssjóðurinn 12% í Icelandair og 19,7% í Vodafone. Þá jók Framtakssjóðurinn hlut sinn í N1 og á nú 45% hlut í félaginu.