Heiðraður Ágúst Hrafnkelsson ásamt stjórn félagsins. Frá vinstri: Sif Einarsdóttir, Albert Ólafsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ágúst Hrafnkelsson og Nanna Huld Aradóttir.
Heiðraður Ágúst Hrafnkelsson ásamt stjórn félagsins. Frá vinstri: Sif Einarsdóttir, Albert Ólafsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Ágúst Hrafnkelsson og Nanna Huld Aradóttir. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ágúst Hrafnkelsson fékk í síðustu viku heiðursverðlaun Félags um innri endurskoðun, en 10 ár eru frá því félagið var stofnað. Afmælishátíðin var haldin að loknum innri endurskoðunardeginum. Félagsmenn í félaginu eru um 100 talsins.

Ágúst Hrafnkelsson fékk í síðustu viku heiðursverðlaun Félags um innri endurskoðun, en 10 ár eru frá því félagið var stofnað. Afmælishátíðin var haldin að loknum innri endurskoðunardeginum.

Félagsmenn í félaginu eru um 100 talsins. Félagið hefur lagt sig fram við að byggja upp tengsl við atvinnulífið, ráðuneyti og stofnanir sem hafa með málefni innri endurskoðunar að gera. Félag um innri endurskoðun er aðili að alþjóðasamtökum innri endurskoðenda (IIA), Evrópusamtökum (ECIIA) auk þátttöku í undirbúningshópi um stofnun norræns samstarfs.

„Þegar við lítum yfir farinn veg erum við stolt af okkar störfum undanfarin tíu ár en jafnframt horfum við fram á við og erum tilbúin til að takast á við það framtíðarverkefni að byggja áfram upp faggrein innri endurskoðunar á Íslandi,“ segir Anna Margrét Jóhannesdóttir, formaður Félags um innri endurskoðun, í fréttabréfi félagsins.