Góð Sinfóníuhljómsveitin í San Francisco þykir með þeim betri.
Góð Sinfóníuhljómsveitin í San Francisco þykir með þeim betri. — Ljósmynd/Bill Swerbenski
Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco, sem sögð er ein af hinum sex stóru þar í landi, eiga í hatrammri kjaradeilu við stjórnendur sveitarinnar og eru komnir í verkfall.

Hljóðfæraleikarar Sinfóníuhljómsveitarinnar í San Francisco, sem sögð er ein af hinum sex stóru þar í landi, eiga í hatrammri kjaradeilu við stjórnendur sveitarinnar og eru komnir í verkfall. Verkföll hljóðfæraleikara hafa verið áberandi þar í landi á síðustu árum, á sama tíma og hljómsveitirnar hafa átt í sívaxandi rekstrarvandræðum og nokkrar hafa verið lagðar niður.

Hljómsveitin hefur orðið að aflýsa tónleikaferð til austurstrandarinnar sem stóð til að fara nú um helgina, meðal annars með tónleikum í New Jersey og í Kennedy Center í Washington.

Menningarstofnanir í Bandaríkjunum, á borð við hljómsveitina, eru að miklu leyti reknar með framlögum einstaklinga og fyrirtækja, en aðeins að litlu leyti með framlögum hins opinbera. Hljómsveitin fór nærri milljón dali framyfir 70 milljón dala rekstraráætlun á liðnu ári og hafa stjórnendur farið fram á frystingu launa næsta árið, til að ná endum saman. Hljóðfæraleikararnir hafa hafnað þeirri málaleitan.