Fjölgun Talið er að erlendu ferðafólki fjölgi hér á landi á næstunni.
Fjölgun Talið er að erlendu ferðafólki fjölgi hér á landi á næstunni. — Morgunblaðið/RAX
Nauðsynlegt er að setja á stofn ferðamálasjóð og taka upp einhvers konar gjald á ferðamenn til þess að halda við og byggja upp ferðamannastaði. Þannig væri til dæmis hægt að taka upp 50 evra gjald á hvern ferðamann sem kemur til landsins.

Nauðsynlegt er að setja á stofn ferðamálasjóð og taka upp einhvers konar gjald á ferðamenn til þess að halda við og byggja upp ferðamannastaði. Þannig væri til dæmis hægt að taka upp 50 evra gjald á hvern ferðamann sem kemur til landsins. Það gæti skilað tíu milljörðum á ári í slíkan sjóð. Þetta er tillaga Roberts Barnards, ráðgjafa hjá PKF, en fyrirtækið hefur unnið heildarúttekt á ferðaþjónustunni á Íslandi.

Þá segir hann mikilvægt að bæta markaðssetningu Íslands. Of mörg vörumerki auglýsi landið núna og margar vefsíður um íslensk ferðamál sýni ekki fram á hvaða möguleika Ísland hafi upp á að bjóða. Barnard segir Snæfellsnes og Vestfirði áhugaverða staði til uppbyggingar.