Kósí Sumir segja að sál húsa búi í eldhúsum og víst er að þar líður fólki vel.
Kósí Sumir segja að sál húsa búi í eldhúsum og víst er að þar líður fólki vel.
Bestu stundir heimilisins eru gjarnan við eldhúsborðið. Þar er samveran, spjallið, trúnaðurinn, ástin í eldamennskunni, góði ilmurinn, kaffidrykkja með öllu því góða sem henni fylgir og svo mætti lengi telja.

Bestu stundir heimilisins eru gjarnan við eldhúsborðið. Þar er samveran, spjallið, trúnaðurinn, ástin í eldamennskunni, góði ilmurinn, kaffidrykkja með öllu því góða sem henni fylgir og svo mætti lengi telja.

Nú á laugardag verður í Reykjavíkur Akademíunni í JL-húsinu við Hringbraut, viðburður sem ber heitið Eldhús í tíma og rými. Skyggnst verður inn í eldhús frá mismunandi sjónarhornum og velt upp hvort þau voru einkarými og þá kvennarými eða almannarými. Sigrún Birgisdóttir arkítekt verður með erindi sem hún kallar Eldhúsið: rýmið í samfélaginu, Hulda Dóra Styrmisdóttir ætlar að tala um kúnstina að tvinna saman þræði pólitísks lífs, embættislífs og heimilislífs út frá Huldu Jakobsdóttur sem var fyrst kvenna bæjarstjóri og Björg Sveinbjörnsdóttir talar um hljóðin úr eldhúsinu, hversdagsheimildir úr kvennarými. Dagskráin er hluti af 10 ára afmælishátíð Femínistafélags Íslands.

Dagskráin hefst kl. 14 og stendur til 16. Aðgangur er ókeypis.