Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Atvinnuleysi dregur úr hamingju en náin tengsl við aðra stuðla að henni.

Anna Lilja Þórisdóttir

annalilja@mbl.is

Atvinnuleysi dregur úr hamingju en náin tengsl við aðra stuðla að henni. Giftir eru hamingjusamari en ógiftir, konur og karlar eru jafnhamingjusöm, tekjur skýra minna en 1% af hamingju Íslendinga og hamingja Íslendinga er að aukast að nýju eftir kreppu. Þetta sýnir ný rannsókn sem gerð var á vegum embættis landlæknis.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í gær á Alþjóðlega hamingjudeginum.

Íslendingar hafa mælst með hamingjusömustu þjóðum í heimi frá árinu 1990 og hefur meðalhamingja Íslendinga verið um eða yfir 8 á skalanum 1-10. Eftir hrun bankanna dró úr hamingju og árið 2011 mældist hún í lágmarki.

Í október 2011 var meðalhamingja Íslendinga 7,2, í febrúar 2012 var hún 7,3 og nú í mars 2013 var hún 7,5. Hamingjan virðist vera á uppleið aftur, þótt við höfum ekki náð fyrri hæðum.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá embætti landlæknis, gerði rannsóknina. Hún hefur beint sjónum sérstaklega að börnum eftir kreppu. „Hamingja barna hefur aukist á síðustu árum, væntanlega líður einhverjum börnum verr en áður en þetta eru heildartölurnar. Börn eru meira með foreldrum sínum núna en fyrir kreppu.“

Nánar er fjallað um hamingjuna á mbl.is.