Þjarkur Nýja tæknin er háþróuð.
Þjarkur Nýja tæknin er háþróuð. — Ljósmynd/©2013 Intuitive Surgical, Inc.
Félag hefur verið stofnað um söfnun fjár til kaupa á nýju skurðlækningatæki á Landspítalann, svonefndum aðgerðaþjarki, sem mun nýtast við margs konar aðgerðir í grindarholi. Aðgerðaþjarkinn kostar á milli 300 og 350 milljónir kr.

Félag hefur verið stofnað um söfnun fjár til kaupa á nýju skurðlækningatæki á Landspítalann, svonefndum aðgerðaþjarki, sem mun nýtast við margs konar aðgerðir í grindarholi.

Aðgerðaþjarkinn kostar á milli 300 og 350 milljónir kr. og er stefnt að því að safna a.m.k. helmingi þeirrar upphæðar. Eiríkur Jónsson, yfirlæknir þvagfæraskurðlækninga á Landspítalanum, segir að vegna bágrar fjárhagsstöðu spítalans treysti félagið á stuðning einstaklinga og fyrirtækja. 4