Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum eða í 7%. Fyrstu mælingar á hagvexti síðasta árs sýna minni vöxt en spáð var í febrúar síðastliðnum, segir í yfirlýsingu nefndarinnar.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum eða í 7%.

Fyrstu mælingar á hagvexti síðasta árs sýna minni vöxt en spáð var í febrúar síðastliðnum, segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Hagvöxtur á árinu 2011 hefur aftur á móti verið endurmetinn til hækkunar. Áfram eru horfur á hægum efnahagsbata. Verðbólga reyndist töluvert meiri í febrúar en reiknað hafði verið með. Á móti vegur hækkun á gengi krónu í febrúar.