Ballettdansmær á sviði Bolsjoi.
Ballettdansmær á sviði Bolsjoi.
Vandræðum Bolsjoi-balletthússins fræga í Moskvu virðist seint ætla að ljúka.

Vandræðum Bolsjoi-balletthússins fræga í Moskvu virðist seint ætla að ljúka. Anastasía Volotsjkova, fyrrverandi sólódansmær við ballettinn, sakaði í sjónvarpsviðtali á sunnudag forstjóra stofnunarinnar, Anatólí Íksanov, um að hafa breytt Bolsjoi í „risastórt vændishús“ fyrir auðmenn, svonefnda ólígarka, að sögn BBC . Ef þær neituðu fengju þær ekki að fara í dansferðalög. Volotsjkova var rekin frá Bolsjoi 2003, sagt að hún væri of feit.

„Stúlkurnar voru þvingaðar til að taka þátt í dýrum kvöldverði og sagt fyrirfram að á eftir gætu þær þurft að fara í rúmið [með auðmanninum] og eiga við hann mök,“ sagði dansmærin. Sjálf sagðist Volotskova oft hafa fengið tilboð um að sænga hjá ólígörkum. Íksanov vísar þessum ásökunum á bug sem „algeru bulli“ og rógburði. kjon@mbl.is