Erfitt Þóra B. Helgadóttir átti erfitt uppdráttar í gær ásamt samherjum sínum í sænska liðinu Malmö.
Erfitt Þóra B. Helgadóttir átti erfitt uppdráttar í gær ásamt samherjum sínum í sænska liðinu Malmö. — Ljósmynd/Algarvephotopress
Vonir Þóru B.

Vonir Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur um að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu með sænska liðinu Malmö eru úr sögunni eftir að Malmö tapaði fyrir Evrópumeisturum Lyon, 5:0, í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Stade de Gerland-vellinum í Lyon í gærkvöld.

Lyon, sem hefur hampað Evrópumeistaratitlinum undanfarin tvö ár, refsaði sænska liðinu grimmt nánast í hvert sinn sem leikmenn Malmö gerðu sig seka um mistök aftarlega á vellinum. Lyon hafði svo enga yfirburði úti á vellinum en liðið nýtti færi sín vel. Vörn Malmö var ekki vel á verði og þegar leikmenn sænska liðsins nálguðust mark Evrópumeistaranna áttu þeir erfitt uppdráttar gegn sterkum varnarmönnum Lyon. Sænska landsliðskonan Lotta Schelin skoraði tvö af mörkum Lyon og lagði upp eitt en hún skoraði einnig framhjá Þóru á dögunum þegar Svíar burstuðu Íslendinga, 6:1, á Algarve-mótinu.

Þær Þóra og Sara Björk léku allan tímann. Þóra hefði getað gert betur í einu markinu sem hún fékk á sig en Sara stóð í ströngu á miðjunni. gummih@mbl.is