Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir
Gangurinn í hagkerfinu er svipaður og var á þingi í gær; það er nánast allt stopp. Lúðvík Geirsson telur sem kunnugt er að góður gangur sé í þingstörfum og þar sé allt með felldu.

Gangurinn í hagkerfinu er svipaður og var á þingi í gær; það er nánast allt stopp. Lúðvík Geirsson telur sem kunnugt er að góður gangur sé í þingstörfum og þar sé allt með felldu.

Samfylkingarmenn telja með sama hætti að allt sé með felldu í hagkerfinu og finnst rífandi gangur í öllu.

Forsætisráðherra sér framkvæmdir hvert sem hún lítur og segir fjárfestingar á blússandi ferð.

Tölur Hagstofunnar segja aðra sögu og sýna samdrátt fjárfestinga, en stjórnarliða varðar ekkert um svo óþægilegar staðreyndir.

Í gær bættust svo við enn ein neikvæð tíðindin á efnahagssviðinu þegar ASÍ sendi frá sér endurskoðaða hagspá.

ASÍ spáir nú minni hagvexti í ár en í spá sinni í október sl. og telur að vöxturinn verði innan við 2%, sem er langt undir því sem dugar til að lyfta lífskjörum landsmanna svo gagn sé í.

Og það sem athyglisverðast er við spá ASÍ er að hún er fremur bjartsýn þegar kemur að fjárfestingum, því að gert er ráð fyrir ýmsum verkefnum í ár sem ekki er víst að verði af. Óvissan er að minnsta kosti mikil að óbreyttri stjórnarstefnu.

En ASÍ gerir ef til vill ráð fyrir að landsmenn muni ekki kjósa aftur yfir sig andstæðinga atvinnulífsins.