Afi Vigfús Reynir Jóhannesson ásamt tveimur barnabarna sinna, þeim Oddi Atla Guðmundssyni og Vigfúsi William Arnarsyni.
Afi Vigfús Reynir Jóhannesson ásamt tveimur barnabarna sinna, þeim Oddi Atla Guðmundssyni og Vigfúsi William Arnarsyni.
Vigfús Reynir Jóhannesson, skipstjóri á Björgvin 311 EA á Dalvík er sjötugur í dag. Vigfús fæddist á Hauganesi, en fluttist til Dalvíkur þegar hann kvæntist.

Vigfús Reynir Jóhannesson, skipstjóri á Björgvin 311 EA á Dalvík er sjötugur í dag. Vigfús fæddist á Hauganesi, en fluttist til Dalvíkur þegar hann kvæntist.

Vigfús segist ekki ætla að halda upp á afmælið með neinum stórveisluhöldum, en skreppa heldur austur á Húsavík ásamt eiginkonu sinni, hvar dóttir hans starfar sem skólastjóri.

„Það er kannski ágætist leið til að fagna. Ég hef starfað sem sjómaður alveg frá 15 ára aldri og síðast sem skipstjóri,“ segir Vigfús. „Því fylgja oft langdvalir frá landi og fjölskyldu, þannig að maður mótast mikið af starfinu,“ segir Vigfús.

Kona Vigfúsar er Svanhildur Árnadóttir, hárgreiðslumeistari og fyrrverandi varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þau eiga þrjú börn, Þórgunni, búsetta í Húsavík, Hrafnhildi í Bandaríkjunum og Kristján, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík. Einnig eiga þau níu barnabörn.

„Það tengist kannski sjómennskunni, en ég hef aldrei getað verið virkur í einhverjum félagasamtökum að neinu ráði. Maður er alltaf úti á sjó þegar fólk er að hittast. Ég hef þess vegna bara verið í tveimur félögum yfir ævina – Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðlendinga og félagi sem heitir Vinir Davíðs.“ gunnardofri@mbl.is