Reiður Ingólfur Guðmundsson telur FME hafa brotið gróflega á sér, þegar honum var einhliða vikið úr starfi af FME haustið 2010.
Reiður Ingólfur Guðmundsson telur FME hafa brotið gróflega á sér, þegar honum var einhliða vikið úr starfi af FME haustið 2010. — Morgunblaðið/Kristinn
Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ingólfur Guðmundsson hefur átt í nokkurs konar varnarbaráttu við Fjármálaeftirlitið í hartnær þrjú ár og telur sig hafa rétt hlut sinn að nokkru leyti fyrir dómi og umboðsmanni Alþingis.

Agnes Bragadóttir

agnes@mbl.is Ingólfur Guðmundsson hefur átt í nokkurs konar varnarbaráttu við Fjármálaeftirlitið í hartnær þrjú ár og telur sig hafa rétt hlut sinn að nokkru leyti fyrir dómi og umboðsmanni Alþingis. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Ingólfi í vil í janúar í fyrra og umboðsmaður Alþingis úrskurðaði sömuleiðis í máli Ingólfs í febrúar á þann veg að FME hefði gerst brotlegt gagnvart Ingólfi „Ég er í þeirri stöðu að hafa verið brennimerktur og einhliða rekinn úr starfi af FME. Ég hef orðið fyrir miklum fjárhagslegum skaða og málið hefur tekið mikið á alla fjölskylduna...Ég hef fengið meira en nóg af valdníðslu af hálfu FME. Þegar ekki einu sinni er beðist afsökunar eða boðnar fram bætur þegar valdi er misbeitt, þá er ég tilneyddur til að höfða skaðabótamál,“ segir Ingólfur m.a. í samtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins í miðopnu blaðsins í dag. 6-7