Fjör Ritstjórn Monitor skemmti sér og öðrum í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi í tilefni afmælisins.
Fjör Ritstjórn Monitor skemmti sér og öðrum í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi í tilefni afmælisins. — Morgunblaðið/Ómar
Vikublaðið Monitor, sem fylgt hefur Morgunblaðinu, fagnaði því í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi að þrjú ár eru liðin um þessar mundir frá því að fyrsta tölublað þess kom út.

Vikublaðið Monitor, sem fylgt hefur Morgunblaðinu, fagnaði því í Stúdentakjallaranum í gærkvöldi að þrjú ár eru liðin um þessar mundir frá því að fyrsta tölublað þess kom út.

Að sögn Jóns Ragnars Jónssonar, ritstjóra Monitor, var góð stemning á afmælisfagnaðinum en þar komu fram grínistar og tónlistarfólk sem hefur prýtt forsíðu blaðsins.

Tveimur nýjungum verður hleypt af stokkunum samhliða afmælinu. Annars vegar fór nýr vefur Monitor í loftið í gær og hins vegar er um að ræða forrit sem verður fáanlegt fyrir allar helstu gerðir snjallsíma á næstunni. Það gerir lesendum Monitor kleift að nálgast allar fréttir og afþreyingarefni blaðsins og vefjarins beint í símanum.

Jón Ragnar segir að á vefnum verði bæði nýtt efni og efni úr blaðinu. „Svo erum við í góðu sambandi við framhalds- og háskólana og við fáum sjálfsagt alls konar skemmtilegt efni frá þeim. Við ætlum að vera á tánum og upplýsa fólk um hvað er að gerast í skóla- og félagslífinu og reyna að vera með hresst og skemmtilegt efni.“