Innköllun Volkswagen innkallar 384 þúsund bíla í Kína.
Innköllun Volkswagen innkallar 384 þúsund bíla í Kína. — AFP
Þýski bifreiðaframleiðandinn Volkswagen greindi frá því í gær, að fyrirtækið hygðist innkalla 384,181 bíl í Kína vegna galla í gírkössum þeirra.

Þýski bifreiðaframleiðandinn Volkswagen greindi frá því í gær, að fyrirtækið hygðist innkalla 384,181 bíl í Kína vegna galla í gírkössum þeirra.

Breska ríkisútvarpið, BBC greindi frá því í gær, að í síðustu viku hefði kínverska ríkissjónvarpið sýnt kínverska Volkswagen-eigendur sem greindu frá því að þeir hefðu skyndilega upplifað ákveðna hraðaaukningu í bílum sínum, jafnframt því sem vélarnar hefðu misst kraft.

Volkswagen framleiðandinn útskýrði að beinskipting í gírkössum Volkswagen bílanna gæti orðið fyrir straumrofi og þeir misst þannig kraft. Ökumenn misstu þó ekki stjórn á bílunum og gætu stöðvað þá.

Kína er stærsta einstaka markaðssvæði Volkswagen. Innköllunin mun hefjast þann 2. apríl næstkomandi og í yfirlýsingu frá Volkswagen í gær kom fram að meðal tegunda sem yrðu innkallaðar í Kína væru Volkswagen Passat, Volkswagen Bora, Volkswagen Touran og Volkswagen Golf.

Volkswagen er í samstarfi við tvö kínversk bílaframleiðslufyrirtæki í Kína, SAIC Motor og FAW Group.

Volkswagen seldi 2,8 milljónir bíla í Kína í fyrra og áform eru uppi um að selja fjórar milljónir á ári.