Í Malavi Ómar og George Mwimariwa, verkefnisstjóri Rauða krossins.
Í Malavi Ómar og George Mwimariwa, verkefnisstjóri Rauða krossins.
Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hefur hafið störf í Malaví.

Ómar Valdimarsson, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, hefur hafið störf í Malaví. Ómar tekur þátt í að hrinda af stað nýju þriggja ára verkefni í Malaví þar sem unnið er að uppbyggingu heilsuverndar samkvæmt óskum íbúa á staðnum eftir víðtækt samráðsferli.

Fram kemur í tilkynningu frá RKÍ, að þetta sé ný nálgun samtakanna þar sem reynt sé að koma með heildstæða lausn á vanda um níu þúsund fjölskyldna sem búa í Mangochi héraði við Malaví-vatn.

Unnið verður meðal annars að því að tryggja vatnsöflun á svæðinu, fæðuöryggi fólksins og koma í veg fyrir algenga smitsjúkdóma sem stafa af ónógri hreinlætisaðstöðu.

Sérstök áhersla verður einnig lögð á félagslegan stuðning við stúlkur og ungar konur, stuðning við ungar mæður með baráttu gegn miklum ungbarnadauða, varnir gegn malaríu, stuðning við munaðarlaus börn og uppbyggingu Rauðakross-deildarinnar í héraðinu. Þróunarsamvinnustofnun Íslands og utanríkisráðuneytið styrkja verkefnið einnig fjárhagslega.

Ómar hefur unnið fyrir Rauða krossinn í hálfan annan áratug,