Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í eina viku frá og með vorjafndægrum sem voru í gær. Á vorjafndægrum er dagur jafnlangur nóttu.

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í eina viku frá og með vorjafndægrum sem voru í gær. Á vorjafndægrum er dagur jafnlangur nóttu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að vorjafndægur séu einnig sérstök fyrir skapara Friðarsúlunnar sökum þess að hinn 20. mars 1969 gengu Yoko Ono og John Lennon í hjónaband. Hveitibrauðsdagana notuðu þau til að mótmæla Víetnamstríðinu með friðsamlegum hætti – uppi í rúmi.