Stangveiði í ám og vötnum á Íslandi veltir um 20 milljörðum á ári.

Stangveiði í ám og vötnum á Íslandi veltir um 20 milljörðum á ári. Hún er því mikilvæg atvinnugrein og nýting veiðihlunninda er ein af stærstu búgreinum landsins, segir forstjóri Veiðimálastofnunar, Sigurður Guðjónsson í grein í ársskýrslu stofnunarinnar sem kom út í gær.

Um þriðjungur þjóðarinnar stundar að sögn Sigurðar stangveiði sem sýnir að um mjög vinsæla tómstundaiðju er að ræða. „Sá árangur sem náðst hefur í veiðinýtingu, arðsemi veiða og stöðu fiskistofna hér á landi hefur vakið athygli á alþjóðavettvangi,“ segir Sigurður.