Þess var minnst í Írak í gær að rétt 10 ár voru liðin frá því að Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri þjóðir gerðu umdeilda innrás í landið til að steypa stjórn einræðisherrans Saddams Husseins.

Þess var minnst í Írak í gær að rétt 10 ár voru liðin frá því að Bandaríkjamenn, Bretar og fleiri þjóðir gerðu umdeilda innrás í landið til að steypa stjórn einræðisherrans Saddams Husseins. Markmiðið náðist á fáeinum vikum en gereyðingarvopn, sem Saddam var talinn ráða yfir, fundust ekki. Síðan tóku við átök næstu árin þar sem talið er að liðlega 100 þúsund manns hafi fallið.

Hryðjuverkamenn tengdir al-Qaeda hafa undanfarna daga staðið fyrir fjölda tilræða þar sem vel yfir 100 manns, aðallega óbreyttir borgarar, hafa fallið. Á þriðjudag féllu 56 í árásum víða um landið.

Flestir Írakar virðast að sögn heimildarmanna mjög ósáttir við frammistöðu Bandaríkjamanna eftir fall stjórnar Saddams. Mikill klofningur er milli helstu fylkinga, sjía-múslíma, súnní-múslíma og Kúrda og harðvítugar deilur um ýmis mál, ekki síst skiptingu tekna af olíunni. En Írak er nú næststærsti útflytjandinn í samtökum olíuútflutningsríkja, OPEC, og lífskjör hafa batnað á ýmsum sviðum. kjon@mbl.is

Blóðug ár Saddams
» „Friðurinn“ sem Saddam tryggði að sögn byggðist á því að hann kúgaði aðra en súnní-araba, sjálfur var hann súnnítí.
» Rifjað hefur verið upp að Saddam lét myrða um 180 þúsund óvopnaða Kúrda 1988, marga með efnavopnum.