Aðstoðarmaðurinn Hluti málverks Hockney af Dominic Elliott.
Aðstoðarmaðurinn Hluti málverks Hockney af Dominic Elliott.
Tuttugu og þriggja ára gamall aðstoðarmaður breska myndlistarmannsins Davids Hockneys, sem er orðinn 75 ára gamall, var síðastliðin sunnudag fluttur af heimili listamannsins í Yorkshire á næsta sjúkrahús, þungt haldinn, og lést skömmu síðar.

Tuttugu og þriggja ára gamall aðstoðarmaður breska myndlistarmannsins Davids Hockneys, sem er orðinn 75 ára gamall, var síðastliðin sunnudag fluttur af heimili listamannsins í Yorkshire á næsta sjúkrahús, þungt haldinn, og lést skömmu síðar. Andlát Dominic Elliott hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, en hann hefur síðustu ár verið í þröngum hópi vina og aðstoðarmanna hins heimskunna listamanns, sem býr að mestu og starfar í Bridlington í Yorkshire, en á einnig heimili og vinnustofur í Los Angeles og London.

Í gær var upplýst að „ekki væri hægt að sjá að andlátið stafaði af náttúrulegum orsökum“.

Ættingjar Elliotts sögðu hann hafa sótt samkvæmi kvöldið áður með „einhverjum listamannatýpum“ og töldu hann hafa neytt of mikils áfengis. Lögregla hefur yfirheyrt vini og aðstandendur Elliotts, þar á meðal Hockney.