— Morgunblaðið/Kristinn
Mikið verður um að vera í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn kemur, því fyrst verður 70. sýningin á Dýrunum í Hálsaskógi á stóra sviðinu og í framhaldinu fer fram 70. sýningin á Karíusi og Baktusi í Kúlunni.
Mikið verður um að vera í Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn kemur, því fyrst verður 70. sýningin á Dýrunum í Hálsaskógi á stóra sviðinu og í framhaldinu fer fram 70. sýningin á Karíusi og Baktusi í Kúlunni. Bæði leikrit eru eftir Thorbjörn Egner sem nýtur mikilla vinsælda hjá ungviði landsins. Krakkarnir sem þátt taka í Dýrunum í Hálsaskógi eru um það bil að vaxa upp úr búningum sínum enda rúmt hálft ár frá frumsýningu.