Báran Sóley Vífilsdóttir með dóttur sinni, Hrefnu Maren Jörgensdóttur.
Báran Sóley Vífilsdóttir með dóttur sinni, Hrefnu Maren Jörgensdóttur. — Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Veitingastaðurinn við höfnina opnaði um síðustu helgi undir nýju nafni og hjá nýjum eiganda en húsfyllir var þá frá opnun, allt fram á rauða nótt.

Líney Sigurðardóttir

Þórshöfn

Veitingastaðurinn við höfnina opnaði um síðustu helgi undir nýju nafni og hjá nýjum eiganda en húsfyllir var þá frá opnun, allt fram á rauða nótt. Báran heitir staðurinn núna og nýi eigandinn er Sóley Vífilsdóttir sem var að vonum ánægð með vel heppnaðan dag.

Sóley hlakkar til að takast á við ný verkefni en hún er kennari að mennt. „Framtíðarsýnin mín er að tengja staðinn enn betur við hafið. Þetta húsnæði var einu sinni skreiðarloft, stendur hér í fjöruborðinu við smábátabryggjuna og á matseðlinum hugsa ég mér fjölbreytta fiskrétti. Ferðafólk hefur almennt áhuga á fiskinum, ekki síst útlendingar. Pitsur og hamborgarar fá líka sinn stað og svo er gott kaffi ómissandi,“ sagði Sóley.

Enski boltinn verður einnig á sínum stað á tjaldinu svo unnendur fótbolta geta áfram átt góðar stundir á Bárunni.