Ofurmenni Hlaupið í fimbulkulda á norðurpólnum.
Ofurmenni Hlaupið í fimbulkulda á norðurpólnum.
Það er ekki á færi allra að hlaupa maraþon, hvað þá í fimbulkulda á einum afskekktasta stað jarðarinnar á ísilögðu undirlagi. Eftir viku, þriðjudaginn 9.

Það er ekki á færi allra að hlaupa maraþon, hvað þá í fimbulkulda á einum afskekktasta stað jarðarinnar á ísilögðu undirlagi. Eftir viku, þriðjudaginn 9. apríl, hefst þetta mikla hlaup, maraþon á norðurpólnum, og getur áhugafólk fylgst með hlaupinu á vefsíðunni npmarathon.com.

Eflaust hugsa margir íslenskir ofurhlauparar sér gott til glóðarinnar og láta sig dreyma um að reyna á eigin þolmörk og taka þátt á næsta ári. Þá er gott að dreymnir hlauparar átti sig á því að þátttökugjöld eru í hærri kantinum en það kostar tæpar tvær milljónir að taka þátt í þessu ískalda hlaupi.

Bæði er boðið upp á einstaklingskeppni og liðakeppni þar sem verða að vera þrír eða fleiri í liði.