— Morgunblaðið/Kristinn
Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ferðaskrifstofur sem skipuleggja hvata- og ráðstefnuferðir til Íslands hafa þurft að vísa hópum frá vegna þess að ekki er hægt að útvega gistingu fyrir fólkið hér á landi.

Rúnar Pálmason

runarp@mbl.is

Ferðaskrifstofur sem skipuleggja hvata- og ráðstefnuferðir til Íslands hafa þurft að vísa hópum frá vegna þess að ekki er hægt að útvega gistingu fyrir fólkið hér á landi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við finnum verulega fyrir skorti á hótelrými,“ segir Kristín Sif Sigurðardóttir,“ framkvæmdastjóri Atlantik.

Iceland Travel hefur einnig þurft að vísa stöku hópum frá.

Kristín Sif bendir á að hvatahópar komi einkum utan háannatíma, t.d. í maí og september. Fái þeir ekki gistingu á þeim tíma sem óskað sé eftir sé oft hægt að semja um að hópar komi á öðrum tímum og landið verði því ekki alveg af viðskiptunum. „Þetta er lúxusvandamál sem mun vonandi halda áfram,“ segir hún.

Stefndi í 6.000 farþega á Ísafjörð

Fleira er komið að þolmörkum því Kristín Sif segir að farið sé að bera á skorti á rútum og leiðsögumönnum yfir háannatímann. Gert er ráð fyrir álíka mörgum farþegum til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum og í fyrra þegar þangað komu 92.000 manns.

Ólafía Sveinsdóttir hjá Atlantik segir að á hinn bóginn stefni í 25% aukningu á Ísafirði og um 20% aukningu á Akureyri. Útlit er fyrir enn meiri aukningu á næsta ári og Ólafía nefnir sem dæmi að 17. júní 2014 hafi skemmtiferðaskip með samtals 6.000 farþega viljað leggjast að í Ísafirði en það gangi augljóslega ekki og því þurfi að breyta áætlun skipanna.

Túristum vísað frá 20

Bregðast við álagi á ferðamannastaði

Margir ferðamenn voru við Geysi í Haukadal um páskana og fylgdust að venju grannt með Strokki, þeim trausta goshver. Ferðamenn í janúar og febrúar voru 36% fleiri en á sama tíma í fyrra og það stefnir í metár í ferðaþjónustu. Miklu fé er nú varið í viðhald ferðamannastaða. 14

Fjölgun

» Íslandsstofa gerir ráð fyrir 20% fjölgun ferðamanna milli ára.
» Það þýðir að 770-800.000 ferðamenn kæmu hingað.