Brunað Menn á vélsleðum.
Brunað Menn á vélsleðum. — Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Vélsleðamaður sem slasaðist á Bíldárskarði á Vaðlaheiði á sunnudag hefur nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Maðurinn sem var í vélsleðaferð ásamt félögum sínum hlaut fjölda beinbrota og skemmdir á ósæð.

Vélsleðamaður sem slasaðist á Bíldárskarði á Vaðlaheiði á sunnudag hefur nú verið útskrifaður af gjörgæsludeild. Maðurinn sem var í vélsleðaferð ásamt félögum sínum hlaut fjölda beinbrota og skemmdir á ósæð.

Slysið varð þegar maðurinn kom á töluverðri ferð að mýrarfeni þar sem jarðhiti bræðir snjóinn jafnóðum. Sleðinn flaug fram af og á snjóbakka hinum megin við fenið með þeim afleiðingum að maðurinn skall af fullum þunga á stýri sleðans og síðan fram yfir sig.

Manninum til happs voru sjúkraflutningamaður og björgunarsveitarmaður með í för og gátu þeir veitt honum fyrstu hjálp.