Pétur Gunnlaugsson
Pétur Gunnlaugsson
Flokkur heimilanna kynnti í gær framboð sitt við næstu alþingiskosningar undir bókstafnum I. Átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar ákváðu að sameinast undir merkjum Flokks heimilanna. Boðið verður fram í öllum kjördæmum.

Flokkur heimilanna kynnti í gær framboð sitt við næstu alþingiskosningar undir bókstafnum I. Átta stjórnmálasamtök og áhugamannahópar ákváðu að sameinast undir merkjum Flokks heimilanna. Boðið verður fram í öllum kjördæmum.

Formaður flokksins er Pétur Gunnlaugsson og varaformaður Inga Karen Ingólfsdóttir.

Að flokknum standa: Lýðveldisflokkurinn, Samtök fullveldissinna, Áhugahópur um tjáningarfrelsi, Sjálfstæðir sjálfstæðismenn, Þjóðarflokkurinn, Áhugahópur úr Hagsmunasamtökum heimilanna, Áhugafólk um kjör aldraðra og öryrkja og fyrrum félagar úr Samstöðu. Heimasíða flokksins er „flokkurheimilanna.is“.

Þrír efstu frambjóðendur á listum Flokks heimilanna í kjördæmunum voru einnig kynntir í gær. Oddvitar listanna eru Pálmey Gísladóttir í NV-kjördæmi, Árni Þorsteinsson í NA-kjördæmi, Vilhjálmur Bjarnason í S-kjördæmi, Pétur Gunnlaugsson í SV-kjördæmi, Halldór Gunnarsson í Reykjavík suður og Arnþrúður Karlsdóttir í Reykjavík norður. gudni@mbl.is