Ingigerður Karlsdóttir, húsmóðir og fyrrum flugfreyja, er látin. Ingigerður fæddist í Reykjavík 21. júní 1927 og ólst upp í Vesturbænum.
Ingigerður Karlsdóttir, húsmóðir og fyrrum flugfreyja, er látin. Ingigerður fæddist í Reykjavík 21. júní 1927 og ólst upp í Vesturbænum. Ingigerður gekk í Miðbæjarskólann, stundaði nám við Húsmæðraskóla Reykjavíkur og fór svo til Svíþjóðar þar sem hún stundaði nám við Karlsskoga praktiska Lároverk. Ingigerður kom heim frá Svíþjóð 1948 og hóf þá störf hjá Loftleiðum hf. og var hún ein af fyrstu flugfreyjunum. Ingigerður var flugfreyja um borð í flugvélinni Geysi er vélin brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli árið 1950 og lét af störfum í framhaldi af því. Ingigerður var ein stofnenda Svalanna, félags eldri og starfandi flugfreyja. Jarðarför Ingigerðar fer fram í Neskirkju mánudaginn 8. apríl kl. 15.