— Ljósmynd/ÍHÍ
Kristín Ingadóttir (t.v) og Thelma María Guðmundsdóttir (t.h.) eru komnar á blað yfir skemmtilega tölfræði í íslenskri íþróttasögu eftir leik Íslands og Suður-Afríku í 2. deild á HM í íshokkí á Spáni í gær.

Kristín Ingadóttir (t.v) og Thelma María Guðmundsdóttir (t.h.) eru komnar á blað yfir skemmtilega tölfræði í íslenskri íþróttasögu eftir leik Íslands og Suður-Afríku í 2. deild á HM í íshokkí á Spáni í gær. Léku þær sinn fyrsta A-landsleik og voru báðar innan við mínútu að skora sitt fyrsta landsliðsmark. Thelma skoraði eftir aðeins 40 sekúndur og Kristín eftir 56 sekúndur í 5:1 sigri Íslands. Báðar verða þær 17 ára gamlar í maí en aðeins eru þrír dagar á milli þeirra. Nánar er fjallað um sigur Íslands á Suður-Afríku á bls 7. kris@mbl.is