[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hörður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur hjá Mitteldeutscher á laugardagskvöldið þegar lið hans tapaði á heimavelli fyrir Bonn, 71:77, í efstu deildinni í þýska körfuboltanum.

H örður Axel Vilhjálmsson var stigahæstur hjá Mitteldeutscher á laugardagskvöldið þegar lið hans tapaði á heimavelli fyrir Bonn, 71:77, í efstu deildinni í þýska körfuboltanum. Hörður spilaði mest allra í liði Mitteldeutscher, í 34 mínútur, en hann skoraði 16 stig, átti 4 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Mitteldeutscher er með 24 stig úr 28 leikjum og er í 12. sæti af 18 liðum en sigur hefði komið liðinu betur inn í baráttuna um sæti í átta liða úrslitunum. Liðið þarf líka að huga að fallhættunni því það er aðeins fjórum stigum fyrir ofan næstneðsta liðið.

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza unnu á páskadag öruggan útisigur á Joventut Badalona, 71:59, í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik. Jón Arnór spilaði í tæplega 21 mínútu en hann skoraði 2 stig, tók 2 fráköst og átti eina stoðsendingu. Liðið spilaði öfluga vörn eins og stigaskorið sýnir og þar er Jón afar mikilvægur hlekkur. Lið hans er í 7. sæti með 15 sigra í 27 leikjum en átta lið komast í úrslitakeppnina um meistaratitilinn.

Staða Manresa er slæm á botni deildarinnar. Liðið tapaði á útivelli á páskadag fyrir Asefa Estudiantes 90:75. Haukur Helgi Pálsson spilaði í tæpar þrettán mínútur hjá Manresa. Hann hafði sig lítið í frammi í sókninni og skaut aðeins einu sinni á körfuna en gaf eina stoðsendingu.

K obe Bryant komst upp fyrir gömlu hetjuna Wilt Chamberlain á stigalista NBA- deildarinnar í körfuknattleik aðfaranótt sunnudagsins. Bryant er nú fjórði frá upphafi og 858 stigum á eftir þriðja manni sem er sjálfur Michael Jordan . Bryant skoraði þá 19 stig og átti 14 stoðsendingar, ásamt því að taka 9 fráköst fyrir Los Angeles Lakers sem vann Sacramento Kings á útivelli, 103:98.

Chris Bosh var hetja Miami Heat þegar hann tryggði liðinu sigur á San Antonio Spurs, 88:86, með þriggja stiga körfu þegar 1,1 sekúnda var eftir af leik toppliðanna í NBA-deildinni í körfubolta. Miami var án LeBron James , Dwayne Wade og Mario Chalmers í leiknum en fyrr á leiktíðinni spilaði San Antonio leik gegn Miami þar sem liðið hvíldi Tim Duncan , Tony Parker og Manu Ginobili . NBA-deildin sektaði Spurs um 250.000 dollara fyrir það en Eric Spoelstra , þjálfari Miami, sagði í gær að þremenningarnir sem ekki spiluðu fyrir hann í nótt væru meiddir.