Sáraeinfalt er að bera nanóbónið á bíla, bæði á lakkið og rúðurnar, segir Kristvin Guðmundsson hjá Nanólausnum.
Sáraeinfalt er að bera nanóbónið á bíla, bæði á lakkið og rúðurnar, segir Kristvin Guðmundsson hjá Nanólausnum. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nanótæknin byggist á því að það eru í efninu nanóagnir, sem eru allt að því 500 sinnum minni í þvermál en mannshár, sem þekja og fylla betur í yfirborðið þegar Nano-4-Life er borið á,“ útskýrir Kristvin Guðmundsson hjá Nanólausnum sem flytur efnið...

Nanótæknin byggist á því að það eru í efninu nanóagnir, sem eru allt að því 500 sinnum minni í þvermál en mannshár, sem þekja og fylla betur í yfirborðið þegar Nano-4-Life er borið á,“ útskýrir Kristvin Guðmundsson hjá Nanólausnum sem flytur efnið inn. „Það er nefnilega svo að ef þú skoðar yfirborðið á lakkinu á bíl í smásjá þá er það ekkert nema fjöll og dalir og af því að efnið inniheldur þessar örsmáu agnir þá sest það í allar ójöfnur betur en önnur efni geta, og gerir yfirborðið slétt.“ Fyrir bragðið ná óhreinindi ekki að binda sig með sama hætti og ella við yfirborð bílsins, því yfirborðið er sléttara og óhreinindin hafa því miklu minni viðloðun. Í línunni fást líka efni á stein, flísar, venjulegt gler, útivistafatnað, barnabílstóla svo fátt eitt sé nefnt.

Ekkert vit í vaxinu

Í reynd má því segja að yfirborðið verði sjálfshreinsandi því á því tolla engin óhreindindi, segir Kristvin; þegar vatn lendi á yfirborðinu togi það óhreinindin með sér í burtu. „Hingað til lands hafa áður komið nanóefni til að bóna bíla með en þá í vaxformi. Gallinn við vaxið er að það sest í áðurnefndar ójöfnur í lakkinu en dettur svo af. Þess vegna lendum við í því að bóna bílinn aftur og aftur.“ Kristvin segir að allar götur frá því nanóagnirnar voru uppgötvaðar hafi menn verið að reyna að finna einhver not fyrir tæknina, og núna séu bílaframleiðendur á borð við Mercedes-Benz, rúðuframleiðendur á borð við Pilkington og dekkjaframleiðandinn Bridgestone allir farnir að nota nanótæknina við framleiðsluna. „Benz-menn nota til dæmis nanó þegar þeir sprauta lakkinu á, og Pilkington gerir rúðurnar sínar þannig úr garði að þær séu með innbyggðu nanó.“ Sem dæmi um áhrifin nefnir Kristvin að hann hafi borið nanóefni frá Nano-4-Life á framrúðuna á bílnum sínum fyrir þremur vikum og á þeim tíma hafi hann rúllað bílnum tvisvar gegnum þvottastöð. „Það er enn ekki að sjá að efnið gefi neitt eftir, það er sama fráhrindandi virknin og á degi eitt.“

Sáraeinfalt að bera á

Að sögn Kristvins er lítið mál að bera nanóefnið á og krefst engrar sérstakrar færni eða kunnáttu. „Ég bý nú sjálfur að þeirri reynslu að hafa bónað þyrlur Landhelgisgæslunnar um nokkurra ára skeið og bý þar af leiðandi að töluverðri reynslu á þessu sviði og hef reynt góðan slatta af hvers kyns bóni. Ég hef því samanburðinn og get með sanni sagt að það að bera þetta efni á bílinn er mjög einfalt. Þetta hentar bæði fagmönnunum og almenningi sem vill fá almennilega bónhúð á bílinn sinn. Það eina sem þarf að gæta vel að er að þrífa bílinn vandlega áður en efnið er borið á,“ segir Kristvin, en nánar má kynna sér bónefnin á heimasíðunni nano4life.is.

jonagnar@mbl.is