Óánægja Apple þykir hafa boðið kínverskum viðkiptavinum sínum slappa þjónustu. Maður talar í síma fyrir utan verslun í Beijing.
Óánægja Apple þykir hafa boðið kínverskum viðkiptavinum sínum slappa þjónustu. Maður talar í síma fyrir utan verslun í Beijing. — AFP
Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, birti á mánudag skriflega afsökunarbeiðni á Kína-vef fyrirtækisins. Þar baðst hann afsökunar á ýmsum hnökrum sem komið hafa upp í þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins.

Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, birti á mánudag skriflega afsökunarbeiðni á Kína-vef fyrirtækisins.

Þar baðst hann afsökunar á ýmsum hnökrum sem komið hafa upp í þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins.

Wall Street Journal greindi frá því í síðustu viku að kínversk stjórnvöld virtust vera að gera sig líkleg til að þrengja að starfsemi Apple í landinu. Mikillar óánægju mun gæta meðal kínverskra neytenda vegna viðskipta við Apple og síðustu tvær vikur hafa ríkisfjölmiðlar þar í landi gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að stytta ábyrgð á vörum fyrirtækisins og fyrir að veita kínverska markaðinum ekki sömu þjónustu og öðrum markaðssvæðum.

Apple sagðist á mánudag munu gera lagfæringar á ábyrgðarskilmálum iPhone 4 og 4S á Kínamarkaði og innleiða aukið eftirlit með og þjálfun hjá þeim fyrirtækjum sem þjónusta viðskiptavini Apple í Kína.

Hlutabréf í Apple hafa verið á niðurleið síðustu vikuna og höfðu lækkað um 1,8% á mánudag.

ai@mbl.is