Omar al-Bashir
Omar al-Bashir
Omar al-Bashir, forseti Súdan, sagði við þingsetningu í gær að öllum pólitískum föngum í landinu yrði sleppt úr haldi.

Omar al-Bashir, forseti Súdan, sagði við þingsetningu í gær að öllum pólitískum föngum í landinu yrði sleppt úr haldi. Þá staðfesti hann vilja stjórnvalda til að halda áfram viðræðum við allar hreyfingar, einnig þær sem hefðu gripið til vopna, í viðleitni til að leiða deilumál til lykta.

Fyrir viku bauð varaforseti landsins, Ali Osman Taha, Þjóðfrelsishreyfingu uppreisnarmanna, SPLM-N, og stjórnarandstöðuhreyfingum til viðræðna um nýja stjórnarskrá.

Formaður SPLM-N, Malik Agar, ítrekaði hins vegar í skriflegum skilaboðum til AFP fréttaveitunnar í gær að uppreisnarmenn vildu ganga til viðræðna á grundvelli ályktunar öryggisráðs SÞ frá maí í fyrra, þar sem farið var fram á að endir yrði bundinn á öll átök á landamærum Súdan og Suður-Súdan og viðræður hafnar til að leysa deilumál, m.a. milli stjórnvalda í Khartoum og SPLM-N.