Sigurður Þór Guðjónsson
Sigurður Þór Guðjónsson
Nýliðinn marsmánuður virðist hafa verið lítið eitt, tæpu hálfu stigi, yfir meðallagi áranna 1961-1990 en tæplega einu stigi undir meðallagi áranna 1931-1960. Þetta kemur fram á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðursagnfræðings (nimbus.blog.is).

Nýliðinn marsmánuður virðist hafa verið lítið eitt, tæpu hálfu stigi, yfir meðallagi áranna 1961-1990 en tæplega einu stigi undir meðallagi áranna 1931-1960. Þetta kemur fram á bloggi Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðursagnfræðings (nimbus.blog.is).

Mars er kaldasti vetrarmánuðurinn, sé tekið mið af desember-mars. Veturinn hefur hins vegar verið mjög hlýr í heild. „Aðeins fjórir vetur hafa verið hlýrri á landinu, 1929, 1964, 2003 og 1847, og þetta gildir einnig um Reykjavík en ekki Akureyri þar sem allmargir vetur hafa verið hlýrri. Mestu munar um hlýindin í febrúar og janúar. Í Reykjavík var þriðji hlýjasti febrúar en janúar sá sjöundi hlýjasti. Á Akureyri var fjórði hlýjasti febrúar en janúar sá 16. hlýjasti,“ skrifar Sigurður m.a. í pistlinum um mars. gudni@mbl.is