Þingvallavatn Enn tært og blátt.
Þingvallavatn Enn tært og blátt. — Morgunblaðið/Golli
Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef áhyggjur af því að frárennsli frá sumarhúsum hringinn í kringum Þingvallavatn eigi þátt í breytingum á vatninu,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Ég hef áhyggjur af því að frárennsli frá sumarhúsum hringinn í kringum Þingvallavatn eigi þátt í breytingum á vatninu,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Sumarhúsin munu alls vera nálægt eitt þúsund talsins.

Þjóðgarðurinn er að láta skoða ástand rotþróa og vatnsbóla sumarhúsa í þjóðgarðinum. Niðurstöður liggja ekki enn fyrir. Áhugi mun vera hjá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi að gera hið sama. Ólafur kvaðst einnig hafa áhyggjur af gæðum neysluvatns í sumarhúsum vegna þess að rotþrær og vatnsból liggi of þétt saman.

Reglugerð um vatnsgæði Þingvallavatns kveður á um að fyrir árið 2020 verði allar rotþrær við vatnið þannig úr garði gerðar að engin mengandi efni berist frá þeim.

Blikur eru á lofti varðandi tærleika Þingvallavatns, að sögn Hilmars J. Malmquist, forstöðumanns Náttúrufræðistofu Kópavogs. Hann hefur rannsakað vatnssýni úr Þingvallavatni um árabil.

Styrkur næringarefna, aðallega köfnunarefnis eða niturs, virðist hafa aukist í Þingvallavatni í áranna rás. Aukning á því leiðir til aukins þörungavaxtar. Hann veldur því að rýni minnkar, vatnið verður grænleitara og missir blámann og tærleikann.

Aðallega er um að ræða langt að komna og loftborna niturmengun frá umferð og iðnaðarframleiðslu í Evrópu, að sögn Hilmars. Niturmengun hefur aukist í vötnum bæði í Evrópu og Norður-Ameríku síðustu 3-4 áratugi. Svo virðist sem slík mengun mælist í írennsli í Þingvallavatn.

„Svo bætast við staðbundnir þættir eins og aukin umferð og aukin bústaðabyggð sem skila sínu í vatnið,“ sagði Hilmar. Hlýnunin leiðir einnig til aukningar næringarefnanna. 4