Grimmir feðgar. S-Allir Norður &spade;K1083 &heart;94 ⋄DG6 &klubs;D542 Vestur Austur &spade;ÁD6 &spade;G542 &heart;G10762 &heart;Á8 ⋄853 ⋄1094 &klubs;Á3 &klubs;10876 Suður &spade;97 &heart;KD53 ⋄ÁK72 &klubs;KG9 Suður spilar 3G.

Grimmir feðgar. S-Allir

Norður
K1083
94
DG6
D542
Vestur Austur
ÁD6 G542
G10762 Á8
853 1094
Á3 10876
Suður
97
KD53
ÁK72
KG9
Suður spilar 3G.

Dönsku feðgarnir Morten (47) og Dennis (22) Bilde eru á hvers manns vörum í bridsheiminum eftir sannfærandi sigur í Vanderbilt-keppninni á dögunum. Þeir gera fá mistök og eru grimmir í sögnum.

Í úrslitaleiknum við hollensku landsliðsmennina opnaði Morten í suður á 15-17 punkta grandi. Dennis spurði um háliti og stökk svo í 3G við 2 makkers. Ekkert gefið eftir.

Bas Drijver kom út með lítið hjarta, Sjoert Brink tók með ás og spilaði meira hjarta. Morten drap og spilaði G. Ásinn upp hjá Drijver og hjartað fríað með gosa. Hvað nú?

Það er ekkert sem heitir – laufið verður að gefa þrjá slagi og Morten spilaði með líkum: Fór inn á blindan á hátígul og svínaði 9 til baka! Lagði niður K, spilaði aftur tígli á blindan og tók níunda slaginn á D.