— AFP
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace stóðu fyrir uppákomu á Moskvuá við Kremlarmúra í gær þar sem einn aðgerðarsinna stóð á manngerðum ísfleka íklæddur ísbjarnarbúningi.
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace stóðu fyrir uppákomu á Moskvuá við Kremlarmúra í gær þar sem einn aðgerðarsinna stóð á manngerðum ísfleka íklæddur ísbjarnarbúningi. Samkvæmt samtökunum var uppákomunni ætlað að vekja athygli á hörmulegum afleiðingum olíuborana á norðurheimskautinu fyrir loftslagið. Á áróðursskiltum ísbjarnarins stóð „Hjálp“ og „Norðurheimskautið – ekki til sölu.“