Eldur í sinu Í Skorradal kviknaði í út frá flugeldi sem sumarhúsaeigandi skaut upp.
Eldur í sinu Í Skorradal kviknaði í út frá flugeldi sem sumarhúsaeigandi skaut upp. — Morgunblaðið/Guðjón Elías Davíðsson
Töluvert hefur verið um sinubruna á skraufþurru Suður- og Vesturlandi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Alvarlegasti bruninn var í Skorradal á laugardagskvöld en einnig logaði nálægt sumarbústöðum við Galtalæk.
Töluvert hefur verið um sinubruna á skraufþurru Suður- og Vesturlandi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Alvarlegasti bruninn var í Skorradal á laugardagskvöld en einnig logaði nálægt sumarbústöðum við Galtalæk. Undanfarna daga hefur þrisvar kviknað í sinu í Grímsnesi og einu sinni í Fljótshlíð. Í gær logaði í sinu á a.m.k. tveimur stöðum í Reykjavík, við Gufuneskirkjugarð og skammt frá Norræna húsinu.