James Eagan Holmes Colorado-ríki hefur ekki líflátið fanga síðan 1979.
James Eagan Holmes Colorado-ríki hefur ekki líflátið fanga síðan 1979. — AFP
Saksóknarar í Colorado í Bandaríkjunum munu krefjast þess að James Eagan Holmes, sem skaut tólf til bana í kvikmyndahúsi í Aurora 20. júlí síðastliðinn, verði dæmdur til dauða.

Saksóknarar í Colorado í Bandaríkjunum munu krefjast þess að James Eagan Holmes, sem skaut tólf til bana í kvikmyndahúsi í Aurora 20. júlí síðastliðinn, verði dæmdur til dauða.

Dómarinn í málinu, William Sylvester, ákvað í gær að réttarhöldin yfir Holmes myndu hefjast 3. febrúar 2014 en varaði við því að nokkur ár gætu liðið áður en niðurstaða fengist í málið.

Holmes, 25 ára, bauðst í síðustu viku til þess að játa sekt sína í skiptum fyrir lífstíðardóm en saksóknarinn George Brauchler sagðist myndu krefjast dauðarefsingar eftir að hafa heyrt frá um 800 eftirlifendum og ættingjum þeirra sem létust.

„Út frá öllum þeim upplýsingum sem mér eru tiltækar, þá er það ásetningur minn að fyrir James Eagan Holmes, í þessu máli, sé réttlæti dauði,“ sagði hann í gær.