Einungis 333 eintök verða framleidd af Viper TA og verða þeir allir eins að sjá, appelsínugulir á svörtum felgum.
Einungis 333 eintök verða framleidd af Viper TA og verða þeir allir eins að sjá, appelsínugulir á svörtum felgum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fulltrúar bílaframleiðandans Chrysler hafa nú kynnt nýja útgáfu af hinum tilkomumikla Viper. Byrjað var að framleiða Viperinn seint á síðasta ári og eru því ekki mörg eintök komin á göturnar, nýja útgáfan verður seld sem árgerð 2014.

Fulltrúar bílaframleiðandans Chrysler hafa nú kynnt nýja útgáfu af hinum tilkomumikla Viper. Byrjað var að framleiða Viperinn seint á síðasta ári og eru því ekki mörg eintök komin á göturnar, nýja útgáfan verður seld sem árgerð 2014. Nýja útgáfan ber nafnið Viper TA sem stendur fyrir Time Attack og myndi líklega útleggjast sem „árás á tíma“ á íslensku.

Með nafninu er verið að vísa til þess að þessum Viper er ætlað að ráðast á brautina og ná þar góðum tímum í keppnum. Viperinn hefur áður staðið sig vel á brautum og setti árið 2008 nýtt brautarmet á Nurburgring-brautinni í Þýskalandi og aftur árið 2011 eftir að Lexus LFA hafði bætt gamla metið.

Sterkari bremsur en sama vél

Einungis 33 Viper TA munu verða framleiddir og munu þeir allir vera appelsínugulir með svartar felgur. Kappakstursbílstjórar hjálpuðu til við gerð Viper TA enda er hann ætlaður til aksturs á kappakstursbrautum en er þó götulöglegur. „Viper TA er gerður sérstaklega fyrir þá sem vilja keyra á keppnisbraut og geta svo keyrt heim til sín á bílnum að keppni lokinni,“ sagði Ralph Gilles forstjóri SRT.

Ýmsu var breytt frá hefðbundnu útgáfunni, ef svo er hægt að segja um svo óhefðbundinn bíl, til að gera Viper TA útgáfuna. Straumlínulögun var bætt, allt fjöðrunarkerfið var endurgert sérstaklega fyrir brautaakstur . Hægt er að stilla fjöðrunina á tvo vegu en í TA útgáfunni munar minna á milli stillinga. Bremsukerfið í TA er nýtt og sérhannað af SRT og Brembo og á að þola meiri hita og er það gert þar sem bremsur eiga það til að ofhitna við keyrslu á kappakstursbrautum, meira að segja á allra dýrustu ofurbílunum.

Vél Vipersins er ekki breytt fyrir TA útgáfuna enda varla þörf á þar sem hún er 640 hestöfl. Til marks um kraft Vipersins þá lenti hann nýlega í 45. sæti yfir kraftmestu bíla allra tíma sem koma frá bílaframleiðanda, var bíllinn þar umkringdur bílum sem kosta margfalt meira.

Hraðar en Corvetta

Í janúar sl. bar bandaríska bílablaðið Motor Trend nýja SRT Viperinn og Corvette ZR1 saman á braut þar sem Corvettan náði betri tíma. Þótti þetta mikið áfall fyrir SRT, en þeir sáu um þróun Vipersins, enda er Corvettan orðin gömul og ný bíður handan við hornið. Eftir þennan ósigur brustu út deilur í bílaheiminum og var dekkjum Vipersins kennt um stóran hluta þessa ósigurs. Dekk Vipersins eru frá Pirelli en Corvettan fær sín dekk frá Michelin. Er þessi ósigur sagður vera ein aðalástæðan fyrir því að Viper TA var skapaður. Núna hefur samanburðurinn verið endurtekinn af Motor Trend og náði Viper TA betri tíma en Corvettan hafði náð þrátt fyrir að vera ennþá á Pirelli dekkjunum. SRT ásamt Pirelli hafa því fengið uppreisn æru. jonas@giraffi.net