Þorvarður G. Haraldsson fæddist í Reykjavík 24. mars 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 15. mars 2013.

Útför Þorvarðar fór fram frá Vídalínskirkju 27. mars 2013.

Kæri Væi.

Takk fyrir allar góðar stundir í vinnu og leik. Það eru dýrmætar minningar. Þú alltaf með húmorinn í lagi og hressilegur í tali.

Þú varst mikill fagmaður í þinni grein og gaman að vinna með þér. Lausn var fundin á öllum málum og unnið af vandvirkni.

Við minnumst haustferðanna okkar og sérstaklega ferða í sumarbústað, það voru notalegar samverustundir.

Fyrir 10 árum fórum við saman til Kanarí, ég fimmtíu, þú sextíu, okkur bar saman um að fara aftur tíu árum seinna en ekki verða allir draumar að veruleika.

Alltaf var gaman að koma til þín og Svönu. Þú vildir taka vel á móti gestum og kvaddir með kossi á kinn og hlýlegu faðmlagi.

Við söknum þín og sendum Svönu og allri fjölskyldunni samúðarkveðjur.

Reynir og Inga Rún.