Dýfa Japanski hlutabréfamarkaðurinn var litaður af neikvæðni á mánudag.
Dýfa Japanski hlutabréfamarkaðurinn var litaður af neikvæðni á mánudag. — AFP
Japönsk hlutabréf lækkuðu töluvert í viðskiptum á mánudag en við lokun markaða hafði Nikkei vísitalan lækkað um 262,89 stig eða 2,1%. Topix-vísitalan sem mælir stórfyrirtæki á japanska markaðinum lækkaði um 3,3% með allar undir-vísitölur neikvæðar.

Japönsk hlutabréf lækkuðu töluvert í viðskiptum á mánudag en við lokun markaða hafði Nikkei vísitalan lækkað um 262,89 stig eða 2,1%. Topix-vísitalan sem mælir stórfyrirtæki á japanska markaðinum lækkaði um 3,3% með allar undir-vísitölur neikvæðar.

Að sögn MarketWatch byrjaði dagurinn á neikvæðum nótum með könnun japanska seðlabankans á bjartsýni í atvinnulífinu. Sýndi könnunin að svartsýni meðal stórra fyrirtækja hafði minnkað minna en reiknað hafði verið með. Nikkei vísitalan hefur styrkst um 19% frá desemberlokum til marsloka og hafði það verið talið geta stuðlað að aukinni bjartsýni í atvinnulífinu.

Jenið tók einnig að styrkjast gagnvart Bandaríkjadal, upp í 93 jen á dollarann, sem olli söluþrýstingi eftir því sem leið á daginn.

Markaðir í Ástralíu, á Nýja-Sjálandi og Hong Kong voru lokaðir á mánudag vegna páskahátíðarinnar sem og markaðir í Evrópu.

ai@mbl.is