Appið virkar þannig að síminn lætur þig vita þegar umferð framundan fer að þyngjast með lit á skjánum, hljóðmerki eða titringi.
Appið virkar þannig að síminn lætur þig vita þegar umferð framundan fer að þyngjast með lit á skjánum, hljóðmerki eða titringi.
Honda hefur kynnt til sögunnar nýtt app sem mun hjálpa umferð að flæða betur með því að láta ökumenn vita af því þegar farartæki á undan fara að hægja á sér.

Honda hefur kynnt til sögunnar nýtt app sem mun hjálpa umferð að flæða betur með því að láta ökumenn vita af því þegar farartæki á undan fara að hægja á sér. Það kannast allir við það þegar morgunumferðin hægir á sér út af því einu að einn bíll hægði á sér vegna bensínleysis, það veldur keðjuverkun þannig að næsti maður þarf að hægja meira á sér en sá á undan og svo framvegis. Margir bílaframleiðendur hafa reynt að lagfæra þetta vandamál með því að láta ökutækin skynja hvert annað. Gott dæmi um það er BMW sem hefur unnið að búnaði sem þeir kalla ConnectedDrive í meira en áratug. Honda fór hins vegar einföldu leiðina og leysir vandamálið með því að láta síma ökumannanna sjá um að tala saman.

Síminn talar við aðra síma

Appið mælir einfaldlega hreyfingu og veit því hvenær það er í bíl á ferð og lætur alla slíka síma í nágrenninu vita. Ef bíll langt framundan þarf skyndilega að hægja á sér getur síminn látið þig vita að þú þurfir að vera tilbúinn og byrja að hægja aðeins á þér. Búnaður þessi hefur verið prófaður með góðum árangri í Indónesíu þar sem er mikil umferð og þar hefur mælst betra umferðarflæði, um leið og jafnari og meiri umferðarhraði auk þess sem það minnkar bensíneyðslu. Snilldin í þessu er líka að það þarf ekki marga með þennan búnað í símunum sínum til að þetta virki í morgunumferðinni því að nokkrir ökumenn á víð og dreif smita út frá sér og stjórna því hvernig umferðin hagar sér. Kannski er helsti gallinn sá að appið notar skjáinn til að láta vita af flæði umferðarinnar, sýnir grænan lit fyrir „í lagi“ og bláan fyrir „hægðu á þér“. Það þýðir enn eitt tækið í gluggann til að taka athyglina frá veginum. En þar sem þetta er Honda er verið að vinna að mótorhjólaútgáfu sem lætur ökumann vita gegnum titring sem ætti einnig að vera skynsamlegur kostur fyrir bílstjóra. njall@mbl.is