Bóndi Vorverkin eru að hefjast og sauðburðinum fylgja svefnlitlar nætur, segir Kristinn Jónsson á Staðarbakka í Fljótshlíð.
Bóndi Vorverkin eru að hefjast og sauðburðinum fylgja svefnlitlar nætur, segir Kristinn Jónsson á Staðarbakka í Fljótshlíð. — Morunblaðið/Sigurður Bogi
Vorverkin eru að hefjast og jafnhliða öðru fer dagurinn í undirbúning þeirra. Nokkrar ær eru þegar bornar en í maí fer þetta í fullan gang með öllu stússi og svefnlitlum nóttum sem sauðburði fylgja.

Vorverkin eru að hefjast og jafnhliða öðru fer dagurinn í undirbúning þeirra. Nokkrar ær eru þegar bornar en í maí fer þetta í fullan gang með öllu stússi og svefnlitlum nóttum sem sauðburði fylgja. Það verður því lítið gert til tilbreytingar á afmælisdegi,“ segir Kristinn Jónsson, bóndi á Staðarbakka í Fljótshlíð, sem er 53 ára í dag.

Kristinn er fæddur og uppalinn í Fljótshlíðinni og hefur alið manninn þar. Hann hóf ungur búskap á Staðarbakka og þar búa þau Guðbjörg Júlídóttir með um 400 fjár og 90 nautgripi. „Þetta er vissulega ekki stórbú og blönduð bú eins og hjá okkur eru á undanhaldi,“ segir Kristinn, sem er meðhjálpari í Breiðabólstaðarkirkju. Raunar stóð svo af sér að þar var engin messa nú um páskana; messað var og fermt á pálmasunnudag á Breiðabólstað en í staðinn var páskamessan í hinni kirkju sveitarinnar, sem er á Hlíðarenda – þeim sögufræga stað.

„Áhugamálin eru fjölmörg, ég hef meðal annars verið í ýmsum félagsmálum. Svo finnst mér gaman að fara til fjalla, t.d. á afrétt okkar Fljótshlíðinga sem í daglegu tali er nefndur Grænafjall. Þá er ég nýlega kominn úr Tindfjöllum sem eru hér skammt frá. Það er fallegur fjallaklasi sem sést víða frá á Suðurlandi, þó fáir fari um þær slóðir sem eru þó vel þess virði að heimsækja,“ segir Kristinn.

sbs@mbl.is