Framleiðendur Ferrari fagna velgengni og góðri söluaukningu.
Framleiðendur Ferrari fagna velgengni og góðri söluaukningu. — AFP
Þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í heiminum þá var síðasta ár það besta í 66 ára sögu Ferrari. Í fyrra voru 7.318 Ferrari-bifreiðar seldar og var það aukning um 4,5% prósent frá fyrra ári. Á sama tíma jukust sölutekjur um 8%.

Þrátt fyrir slæmt efnahagsástand í heiminum þá var síðasta ár það besta í 66 ára sögu Ferrari. Í fyrra voru 7.318 Ferrari-bifreiðar seldar og var það aukning um 4,5% prósent frá fyrra ári. Á sama tíma jukust sölutekjur um 8%.

Á þeim markaði sem flestir Ferrari-bílar hafa selst hingað til, þ.e. í Norður-Ameríku, var sett met þegar 2.058 bílar seldust. Er það í fyrsta sinn sem meira en 2.000 Ferrari-bílar seljast þar. Ferrari gekk einnig ágætlega á Evrópumarkaði þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þar. Munaði þar mest um söluaukningu í tveimur löndum sem ekki notast við evruna. Rúmlega 20% söluaukning voru í Bretlandi þar sem 673 bílar voru seldir og 17% söluaukning í Sviss. Sala jókst einnig í öðrum Evópulöndum.

Skatturinn hrellir kaupendur

Heimamarkaðurinn á Ítalíu var hinsvegar margfalt verri fyrir Ferrari. Ástæðan fyrir því mun ekki endilega vera efnahagsástandið í landinu heldur hertar aðgerðir skattyfirvalda. Sagan segir nefnilega að á Ítalíu séu menn ekkert sérstaklega duglegir við að gefa upp til skatts og að menn sem hafi lágar tekjur samkvæmt skattskýrslu keyri um á Ferrari-bílum og klæðist dýrum fötum.

Til að reyna að fá menn til að gera réttar skattskýrslur fylgjast yfirvöld vel með þeim sem kaupa sér dýran varning á borð við Ferrari-bíla. jonas@giraffi.net